Keflavíkurnætur

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Rúnar Júlíusson

Aaaah
Keflavíkurnætur
ó þínar unaðslegu dætur
ó þessar Keflavíkurnætur
þar á ég mínar rætur nætur.

Gott kvöld og góðar stundir
við gengum rúntinn upp og niður.
Í góðu stuði gamlir fundir
gerjast margt. Ást og friður.

Manstu Ungó, manstu Krossinn,
manstu það sem okkur dreymdi.
Flottu lögin, fyrsta kossinn,
fiðringinn sem hjartað geymdi.

Keflavíkurnætur
og þínar yndislegu dætur
á meðan minningin grætur
ó þessar Keflavíkurrætur um nætur
Aaaah

Lítið sofið ljúfar nætur
langar helgar mikið sungið.
Ennþá hugur okkar lokkar
lífið allt svo magnþrungið.

Manstu Þrybba og þröstinn unga
þramma strætin í svaka stuði
Reynir barón og Rikka lunga
reyna vistina hjá GUÐI

Þessar Keflavíkurnætur
ó þínar unaðslegu dætur
ó þessar Keflavíkurnætur
þar á ég mínar rætur nætur
Aaaah

Hreppskassinn og horfið sviðið
heimsmynd týnd í móðu dagsins.
Hafnargatan heltók liðið
helst í skjóli sólarlagsins.

Þessar Keflavíkurnætur
og þínar yndislegu dætur
á meðan minningin grætur
ó þssar Keflavíkurrætur um nætur