Í útilegu
Songwriter: Gunnar Þórðarson
Lyricist: Þorsteinn Eggertsson
Í slitnum buxum og strigaskóm
erum við tvö að hugsa´ um París og Róm
ílétt er pyngjan hjá mér
fátt til að þyngja á mér
við erum bæði
æði
Í útilegu nú förum við
ótroðna vegu í næði´ og frið
í útilegu förum við
Við eigum heiminn þekkjum ei stress
óhindruð frjáls ófeiminn fátæk og hress
og þó að margt sé bannað
þá eigum við hvort annað
öll heimsins gæði
æði
Í útilegu bara´ uppá grín
ótroðna vegu og sólin skín
í útilegu uppá grín
Svo höldum við fljótt
og tjöldum í nótt
kvöldmyrkrið eigum við saman
sitjum og mösum
núum nösum
lyftum glösum
höfum það gaman
Í útilegu bara´ uppá grín…
Í útilegu við förum tvö
ótroðna vegu um fjöllin sjö
í útilegu bara tvö
Í útilegu eitt sumarfrí
í útilegu hvað er að því
í útilegu bara´ af því