Maður og mús

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Þórarinn Eldjárn

Það er gata. það er hús,
það er maður inni.
Það er veggur, það er mús
þar í holu sinni.

Maðurinn er Maron Briem
músasérfræðingur.
Músin heitir Hulda Sím,
hún er mannfræðingur.

ÚT að skoða merkan mann,
músin stefnir þangað.
INN í músarholu hann
hefur alltaf langað.