Regnið

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Kristján Hreinsson

Regnið fellur frjálst og létt
fær sér stuttan gleðisprett.
Regnið gefur okkur enn
unað sem bætir flesta menn.

Dropar finna fagran veg,
faðmast einsog þú og ég
í veröld sem er dásamleg.

Litlir dropar leika sér
leka niður rúðugler.
Litlir dropar læðast hljótt
um ljósan dag og dimma nótt.

Dropar finna fagran veg,
faðmast einsog þú og ég
í veröld sem er dásamleg.