Jóhann Helgason
lagahöfundur og söngvari
Songwriter: Jóhann Helgason
Lyricist: Jóhann Helgason
Ætíð mun ég elska þig bæði ár og síð og ef þú vilt eiga mig glöð ég gjarnan bíð.
Lífið kemur, lífið fer, veldur gleði og sorg. Heit af ástum ein ég er í Reykjavíkurborg.
Koma tímar, koma ráð, segir máltækið. Þá ég bara bíða má, í Reykjavíkurborg.
Ó, ef ég fengi falið þér mína miklu ást oki yrði létt af mér ég þyrfti ei meir að þjást.
Ég þyrfti ekki að líða af þrá og bera út á torg mína einu sönnu ást í Reykjavíkurborg.
Koma tímar koma ráð…
Komdu til mín, komdu fljótt, beðið get ég ei árin líða svo undur skjótt segðu ekki nei.
Hvort ástin láti bjóða sér allt og hvað sem er er nú orðin eilífleg spurn á vörum mér.
Einn þú hefur svarið við minni ástarsorg löng er orðin þessi bið í Reykjavíkurborg.