Vorkveðja

Songwriter: Torfi Ólafsson

Lyricist: Jóhann G. Sigurðsson

Ég veit þú ert komin, vorsól
Vertu ekki að fela þig.
Gægstu nú inn um gluggann.
Í guðs bænum kysstu mig.

Þeir eru svo fáir aðrir,
sem una sér hjá mér.
Já, vertu nú hlý og viðkvæm.
Þú veizt ekki, hvernig fer.

Því það er annað að óska
að eiga sér líf og vor
en hitt að geta gengið
glaður og heill sín spor.