Vorið og þú

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Valtýr Þórðarson

Vorið virkar
eins og vítamín á mig;
trén og grænu grösin
og heiðskýr himininn.
En allt væri þetta einskis virði
hyrfi sólskins brosið þitt,
þínar fögru hugarsveiflur
færa birtu´ í hjarta mitt.

Þú ert unaðsleg
jafnt um nætur sem um dag,
án þín ég hefði aldrei
samið þetta lag, né þennan brag.
Ó, förum í skógarferð
eitthvað austur fyrir fjall,
þar tvö við ættum heiminn
ættum saman lítið spjall.