Vor

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Þórarinn Eldjárn

Í garðinum eru byrjuð blóm,
þau biðja mig að fara úr skóm.
Úr brumi gægist lítið lauf,
líkt og tippi úr buxna klauf.
Sólin tekur mynd af mér
milli þess sem rigning er.
Fuglar syngja, grasið grær,
gamall ánamaðkur hlær.
Óð fluga nálgast óðfluga,
ætli það sé góð fluga?