Þú
ákall mitt ert þú
takmark mitt ert þú
eða ekki neitt
Þú
hlustaðu´ á mig nú
ætlun mín er sú
að við verðum eitt
Því aðeins þú
birtist mér í hverjum draum
lætur fara um mig straum
ertir mig og ruglar mig
Það veit mín trú
að þú kveikir í mér bál
og mér verður stirt um mál
enginn jafnast á við þig
Aðeins þú
ákall mitt ert þú…
Þú
hlustaðu´ á mig nú…
Á meðan þú
kynnist mér þá smátt og smátt
táldreg ég þig á minn hátt
enginn jafnast á við þig
Það veit mín trú
að við verðum saman brátt
undanleið þú enga átt
til að komast kringum mig