Þegar englarnir syngja

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Kristján Hreinsson

Í baráttu lífsins sem blekkingin á
í búðir þú verður að hlaupa,
þú uppgefinn hugsar í einmana þrá
um allt sem þig langar að kaupa.

Ef veskið er tómt, finnst þér leiðin svo löng,
og þig langar í þægilegt skjól.
Ef aðeins þú hlustar á englanna söng,
rætist ósk þín um gleðileg jól.

Þú einmana maður þú ættir þér von
ef aðeins þú kærleikann fyndir,
því alvaldið gaf þér sinn elskaða son
sem einn getur bælt þínar syndir.

Þú kallar á Guð þegar kreppan er löng,
þú vilt kaupa þér veraldlegt skjól.
Ef aðeins þú hlustar á englanna söng,
rætist ósk þín um gleðileg jól.

Þú trúir í blindni á allt sem þú átt,
á allt sem þig langar að gera.
En jólin þau sýna á jákvæðan hátt
að Jesús hann kom til að vera.

Þú blessun munt hljóta þó biðin sé löng,
því það bíður þín fullkomið skjól
ef aðeins þú hlustar á englanna söng
rætist ósk þín um gleðileg jól.