Sveitin mín
Songwriter: Jóhann Helgason
Lyricist: Jóhann Helgason
Sveitin milli sanda var mín æskuslóð
einn ég reika nú þar um í vegamóð
gamlir draumar rifjast upp við sérhvern hól
ó, það er svo margt að minnast á.
Ennþá líður lækurinn um dal og kinn
fljúga fagrir fuglarnir um himininn
forðum bjó hér huldufólk í hamrinum
já, svo ótalmargt að minnast á.
Gamall bær í tóftarbrotum
kominn er að niðurlotum
muna má sinn fífil fegri
forðum fagran dag.
Ef að þiljur gætu talað
margt við gætum saman skrafað
ljúf þá myndi líða nóttin
ég efast ekki um það.
Sveitin milli sanda var mitt ævintýr
lék ég löngum dátt við mínar ær og kýr
ofurlítill snáði ég var ljós og hýr
ó, hve ár og dagar líða fljótt.
Sveitin milli sanda býður góða nótt
sit ég einn um draumfagra júlí nótt
blómaskógar anga blítt í mosató
ó, þú unaðslega sveitin mín…