Sunnudagur til sigurs

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Þjóðvísa

Sunnudagur til sigurs,
mánudagur til mæðu,
þriðjudagur til þrautar
miðvikudagur til moldar,
fimmtudagur til frama,
föstudagur til fjár,
laugardagur til lukku.

Mánudaginn, þriðjudaginn
kerling sat og spann
miðvikudaginn, fimmtudaginn
bar hún verkið fram
föstudaginn, laugardaginn
hvíldi hún lúin bein
á sjálfan sunnudaginn tók hún út sín laun
þá var hún hýdd við stóran stein.