Sólstafir

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Jóhann Helgason

Er lít ég út um gluggann minn
sé ég lítil börn sem leika sér
þau taka ´ekki´ eftir mér
í leikjum sínum öllum gleyma sér

Er geng ég út í garðinn minn
sé ég gamalt fólk sem gengur hjá
lífsins vegi á
hefur tíminn þerrað þeirra tár

Ég lofa lífið
í gleði jafnt sem sorg
ég trúi´ á lífið
bið að börn og menn
fái þroskast senn
þó stundum sé kalt heimi í
býr sól bak við ský

Biðjum að birti
biðjum um yl
von fyrir mannkyn
miskunn og grið
biðjum að birti
biðjum um yl