Sól bak við hól

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Jóhann Helgason

Sól bak við hól
og aldrei sé ég þig.
Sól bak við hól
og engan finn ég frið.
Ástin mín góð
ég syng til þín óð
bið þig að koma til mín.

Sól bak við hól
ég birtu enga fæ.
Ástkæra fljóð
á hafi einn ég ræ.
Kona mín góð
ég yrki þér ljóð
bíð þess þú komir til mín.

Sólin hverfur bak við hól
sólin bara skín ef þú ert hjá mér.
Sólin hverfur bak við hól.
Sofnar allt sem í mér hlær
síðan að þú fórst í burtu frá mér
eitthvað í mér dó.

Sól bak við hól
og myrkri bý ég í.
Sól bak við hól
þú gætir bjargað því.
Hugur minn er
að eilífu hjá þér
sjúkur af ástum ég er.

Sólin hverfur bak við hól…