Sjáðu sól

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Jóhann Helgason

Þú veist ég elska þig uns sólin sest um síðir
þú veist ég elska þig og því fær enginn breytt
ég verð þín von í vetur
ég geri betur
og ég vil þín vera yfirleitt.

Þú veist að leiðir okkar lágu löngum saman
þú veist að tilviljanir engar eu til
ég gef þér von að nýju
ást mína og hlýju
og þú getur orðum mínum treyst.

Sjáðu sól
farðu á ról
gakktu gleðinni mót vinur
þú veist ég geri hvað sem er fyrir þig
eygðu sól farðu á ról
taktu gæfunni mót vinur
þú veist ég geri hvað sem er fyrir þig
sjáðu sól.

Ég veit þú gengið hefur grýttan æviveginn
ég veit að lífið hefur blásið þér á mót
þú ert mín sól í sinni
í gleði minni
ég býð og syng þér þennan óð:

Sjáðu sól…