Seinna meir

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Jóhann Helgason

Þey, þey þýtur í mó
Hrein mey sælleg og rjóð.
Sei, sei verður hún mín
hei-heit ástkær og hýr?

Allir eru´ að kalla út um allt á alla
og bráðum verður hún farin mér frá,
horfin út á sjóinn eitthvað út í bláinn,
horfin inn í annan heim.

Hey, hey heyrðu mig nú,
sei, sei segðu´ ekki nei.
Þey, þey hlustaðu á,
hey, hey vertu mér hjá.

Allir eru´ að kalla út um allt á alla
og bráðum verður hún farin mér frá,
eitthvað út á sæinn inn og út um bæinn,
horfin inn í annan heim.

Seinna meir sé ég við þér,
seinna meir trúirðu mér.
Þú mátt ekki fela þig.
Allir eru´ að kalla út um allt á alla,
endalaust um allan heim.

Þey, þey þýtur í mó
hrein mey sælleg og rjóð.
Sei, sei verður hún mín
hei-heit ástkær og hýr?

Allir eru´ að tala, högnar eru´ að mala.
Í huga mínum er ástin svo heit.
Tíminn er að líða, fortíðin að svífa
eitthvað inn í annan heim.

Seinna meir…