Saman í sólarátt

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Jóhann Helgason

Mín ást til þín er undurheit
ég uni sæll í faðmi þér.
Allt mitt er þitt í heimi hér
þú ert mín stoð og stytta.

Við eigum heiminn
og himingeiminn,
í sælu svífum, um bláloftin líðum.

Saman í sólarátt við svífum,
saman í sólarátt tvö líðum.
Saman í sæluvímu,
dönsum í dagsins skímu.

Dag eftir dag ég hugsa´ um þig
minn hugur er æ bundin þér.
Þú ert mitt ljós á lífsins leið
í svefni sem í vöku.

Við eigum heiminn…

Saman í sólarátt…

Og sólin hlær og grasið grær
allt er svo bjart í heimi hér.
Við erum tvö á grænni grein
sem fuglar tveir við svífum.

Við eigum heiminn…

Saman í sólarátt…