S.O.S.

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Jóhann Helgason

Hérna sit ég einn
alveg eins og steinn
hvergi sálu´ að sjá
hvert sem líta má
ég lít í spegilinn,
hlusta´ á útvarpið
framhaldsleikritið
S.O.S.

Hérna bíð ég einn
eftir heimsendi
spila Domino
dreypi´ á áfengi
hlusta´ á Tjækovský
reyki´ úr munnstykki
kveiki´ á reykelsi
S.O.S.

Ég veit að þig langar til að lifa
veit að þig langar til að sjá
ég veit að þig langar til að skylmast
en bíddu bara eftir þínu tækifæri

Ég veit að þig langar til að sjóast
veit að þig langar til að fá
ég veit að þig langar til að berjast
bíddu bara eftir þínu tækifæri
bíddu´ eftir því…