Rjóðar nætur

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Jóhann Helgason

Sumri hallar vetur kallar
kominn er ég til þín enn á ný.
Dimmar nætur ein þú grætur
sumarið er bráðum fyrir bý.

Leiðir skilja ei með vilja
lífið hefur gefið nýja von.
Rjóðar nætur regnið grætur
lífið hefur gefið okkur von.

Tíminn líður, heit þú bíður
þess að fá nú að njóta mín.
Myrkar nætur, sárt þú grætur
og þú hrópar í himininn.

Degi hallar nóttin kallar
fleyi mínu sigli´ í hinzta sinn
bíður báturinn minn
bregð ég kossi á kinn.