Reynitréð
Songwriter: Magnús Þór Sigmundsson
Lyricist: Margrét Jónsdóttir
Nú ert þú fallið, fagra tré,
og fölnað græna laufið þitt,
eg finn hve sárt eg sakna þín,
þú sífellt gladdir hjarta mitt.
Þú stóðst svo hnarreist, hátt og traust
og hræðist lítt við stormsins þyt.
Á haustin barstu blómin hvít
og berin rauð og fagurlit.
Þú hafðir lifað allmörg ár,
svo ekki veit eg þeirra tal,
þú teygðir limið hærra hátt
í himinblámans stjörnusal.
Þótt um það viti ofur smátt,
þú anda hafðir, líf og sál.
Við þekkjum fátt og skynjum skammt
um sköpun lífs og dularmál.
Á vetrum stóðst þú traust og tryggt,
en töfraklæðum rúið varst,
en stundum fékkst þú hvítan hjúp
og hélað kristalsskrúð þú barst.
Og margvísleg var mynd þín æ
um morgna bæði dag og kveld.
Sú fjölbreytni var furðuleg
og fegurð þín var engum seld.
Nú ert þú fallið, fríða tré,
og framar enginn sér þitt skraut,
þá skuld við gjalda eigum öll,
og ég hverf líka senn á braut
á annað svið – og enginnveit,
en ef til vill þar bíður mín
með silfurglit og sumardýrð
í sóldögg fagra krónan þín.