Póker

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Jóhann G. Jóhannsson/Valtýr Þórðarson

Lífið er einskonar póker
menn þrá hin réttu spil
en flestallir hljóta sinn Jóker
aðeins fáum snýst allt í vil.

Af áfergju er stokkað og gefið á ný
spilað einn hring enn
menn hirða og henda – halda vonina í
að gæfan birtist senn
dauðlegir menn.

Lífið allt er pókerspil
áhættan þess nautn og kvöl
við spilum áfram, megum til
á öðrum kosti er varla völ.

Svo hækkið því boð ykkar herrar og frúr
bjóðið minnug þess
að sá sem hæst býður – ber mest býtum úr
hafi hann spil til þess
en fleira þarf til.