Öll við skulum gleðjast

Songwriter: unknown

Lyricist: Kristján frá Djúpalæk

Nú glöð skal lund og lífið taki völd
því litlu jólin höldum við í kvöld
við dormum ei þó dásamlegt það sé
en dönsum kringum fallegt jólatré

Öll við skulum gleðjast nú hefst skólafrí
skyldan kallar ekki fyrr en eftir jól á ný
ljósin blika björt á greinum bráðum kemur einn
okkar góði skrýtni gamli jólasveinn

Við tökum saman höndum myndum hring
og hlaupum dönsum svífum tréð um kring
við ljúfa söngva gleðjast skal vort geð
og gamli jólasveinninn raular með

Öll við skulum gleðjast…

Og einhversstaðar epli leynast mun
og eitthvað fleira býður mér í grun
nú hugsað ekki skal um skruddur neitt
við skemmtum okkur varðar það nú neitt

Öll við skulum gleðjast…