Nótt í bænum

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Jóhann Helgason

Ég sit að sumbli einn í leigubíl um voða dimma nótt
og úti fólkið er að týnast böllum af.
Ég þarf að finna sæta píu fljótt svo nóttin fari vel,
nú bið ég bílstjórann að stoppa og býð einni inn.

„Hæ viltu koma með í partý af brennivíni á ég nóg
ég veit það verður fullt af fólki svaka stuð“.
Og daman flakkar inn í bílinn og sest í sætið þétt að mér
og segir: „Ég er svöng, förum niðrá Umferðarmiðstöð.

Nótt í bænum, nótt í bænum
á slíkum nóttum er sér margt til gamans gert.
Nótt í bænum, nótt í bænum
á slíkum nóttum geta margir hlutir gerst.

Og leiðin liggur niður á BSÍ ég kaupi pulsur og kók,
eftir langa veru biðröðinni í.
Og þegar södd við erum orðin, fáum brennivín og smók,
en þá hún segir: „Ég vil frekar fara heim“.

Nótt í bænum…

Nú virðist gamanið á enda ef að hún vill fara heim,
ég reyni´ að finna ráð til að fá ´hana onaf því.
En fljótt í ljós þó kemur að þetta er á misskilningi byggt,
því pían segir: „Ég meina sko heim til þín“.

Nótt í bænum…