Með þér

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Allt mitt líf ég lagði´ í hendur þér
Þú átt stað í hjarta mér
Okkar löngu ævidaga
Öll þau spor við gengum saman hér
Hvert fótmál, þú hjá mér
Við lögðum upp í ferð
Öll þín ást og þinn styrkur
Mér veitir sálarró
Ég göngu mína tel
Með þér
Hinn gullna meðalveg.

Sem að vori, ertu alltaf, fersk og ný
Blind er ástin, trúðu því
Æskublóminn aldrei dvín
Brjóstið þar sem gæska´ og gleði býr
Það lífsins hjólið knýr
Og þar er ástin mín
Öll þín ást og þinn styrkur,
Mér veitir sálarró
Ég göngu mína tel
Með þér
Hinn gullna meðalveg.

Öll þín ást og þinn styrkur,
Mér veitir sálarró
Og ætíð ganga vil
Með þér
Um gullinn meðalveg
Hinn gullna meðalveg.

Strengjaútsetning, flygill, hljóðritun: Þórir Úlfarsson
Strengjasveit Íslands: Matthías Stefánsson fiðla & víóla / Hjörleifur Valsson fiðla / Nicole Vala Cariglia, selló
Hljóðritað í Víðistaðakirkju og Kirsuberinu í mars & apríl 2004.