Mamma gefðu mér grásleppu

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Jóhann Helgason

Það var einu sinni grásleppukarl
sem að átti grásleppuskúr
og ég þekkti þennan grásleppukarl
hann átti lítinn grásleppuskúr.

Mamma, mamma gefðu mér grásleppu
mamma, mamma því hún er svo góð
mamma, mamma mig langar í grásleppu
mamma, mamma því hún er svo góð.

Það var einu sinni hangikjötskarl
sem að átti hangikjötsbúð
og ég þekkti þennan hangikjötskarl
hann átti litla hangikjötsbúð.

Mamma, mamma gefðu mér hangikjöt
mamma, mamma því það er svo gott
mamma, mamma mig langar í hangikjöt
mamma, mamma því það er svo gott.

Það var einu sinni sælgætiskarl
sem að átti sælgætisbúð
og ég þekkti þennan sælgætiskarl
hann átti litla sælgætisbúð.

Mamma, mamma gefðu mér sælgæti
mamma, mamma því það er svo gott
mamma, mamma mig langar í sælgæti
mamma, mamma því það er svo gott.

Mamma, mamma gefðu mér, gefðu mér grásleppu
Ó, því hún er svo góð.
Mamma, mamma mig langar, langar í hangikjöt
Ó, því það er svo gott.
Mamma, mamma gefðu mér, gefðu mér sælgæti
Ó, því það er svo gott…