Jólaklukkur klingja
kalda vetrarnótt.
Börnin sálma syngja
sætt og ofurhljótt.
Englaraddir óma
yfir freðna jörð.
Jólaljósin ljóma
lýsa upp myrkan svörð.
Ljúft við vöggu lága
lofum við þig nú.
Undrið ofursmáa
eflir von og trú.
Veikt og vesælt alið,
varnarlaust og smátt;
en fjöregg er þér falið
framtíð heims þú átt.
Er þú hlærð og hjalar,
hrærist sála mín.
Helga tungu tala
tærblá augu þín.
Litla brosið bjarta
boðskap flytur enn
sigrar myrkrið svarta,
sigrar alla menn.