Líf mitt liggur við

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Jóhann Helgason

Líf mitt liggur við
ég verð að öðlast frið.
Víf þú heillar mig
hve þú heillar mig.

Blóð – heitara mitt blóð
brennur vegna þín.
Hví þarf ég að þjást
fyrir mína ást?

Líf mitt liggur við
opna augu mín
leyf mér frið að fá.
Þúsundfalda þú
slökktu þorsta minn
og lof mér komast inn.

Ó hve orðin þín
seiða huga minn.
Hræra hjarta mitt
svo ég kippi finn.

Ljós þú bjarta ljós
lýstu veginn minn
heim í bæinn þinn.
Heyr þú mína bæn
svala minni þrá
og lof mér frið að fá.

Úti fýkur fönn
veturlanga nótt.
Megi máttur þinn
mér þjáðum veita þrótt.

Líf mitt liggur við o.s.frv.