Kvöldvísa

Songwriter: Torfi Ólafsson

Lyricist: Steinn Steinarr

Í gulu sólskini gekk ég
um götur og torg,
og gróandans barkandi angan
barst mér að vitum.

Sál mín var hljóð og dimm
eins og djúpur brunnur,
og hönd mín var hvít og tærð.

Og ég, sem þekkti ekki mismun
á hamingju og harmi,
horfði með söknuði og trega
á eitthvað, sem ekki er til.