Kvöld við lækinn
Songwriter: Jóhann Helgason
Lyricist: Kristján frá Djúpalæk
Kom þú, ungi vin, sjáðu lítinn læk
hvar hann liðast gegnum engi.
Framhjá frjálst og glatt
fer hann létt og hratt
líkur fagnandi ferðalang.
Einsog moldin manns
bíður marinn hans,
hlýr og mildur sem móðurfang.
Hlusta þú í kyrrð á hans ljúfa lag,
hve það líkist barnahjali.
Bjartra strengjastraum
stillir hann við draum
þeirra kliðandi æskuóðs.
Aldrei æst né hrjúf,
alltaf glöð og ljúf
eru stef þessa ljóðaljóðs.
Sjá, hve lygnur hans spegla himinbros
einsog hugur æskumanna.
Og hans úði skín
einsog tárin þín
kristal skærri við kveldsins glóð.
Varðveit, vinur minn,
sem vatnið hreinleik þinn,
þá mun ævin þér ávallt góð.
Sjá hann hraða för yfir flúð og stall,
enginn frelsið dýrra metur.
Löng er enn hans leið,
langt mun og þitt skeið
þó að erfitt sé enn um gang.
Einsog moldin manns
bíður marinn hans
hlýr og mildur sem móðurfang.