Jökullinn

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Kristján Hreinsson

Upp úr öldum hafsins mót himinbláma rís
sem höll í landi guða, þakinn þéttum ís
hinn bjarti, fagri jökull með tign sem tælir þá
sem trúa á þann sannleik sem augun aldrei sjá.

Í faðmi blárra tinda ég týni sjálfum mér
ég tekst á loft og áfram um draumaheim ég fer.
Ég finn að þessi jökull hann geymir mikinn mátt,
hann magnar hverja hugsun og opnar hverja gátt.

Himininn hann verndar hin bláu, fögru fjöll
og fegurðin hún byggir úr jökli mikla höll
því undir þykkum feldi himinbláminn býr
í birtu sem er fögur og ótrúlega skýr.

Ég hugsa oft um fjöllin sem faðma mig að sér
og fegurðin hún eignast skjól í brjósti mér
því jökullinn sem vakir hann verndar mína sál
og vitundin hún skynjar öll lífsins leyndarmál.