Í alheimi

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Jóhann G. Jóhannsson

Á leið, á óralangri leið
um himinhvolfin breið
í gegnum tímans skeið.
Við, ferðumst um ókunn svið
í geimskipi hlið við hlið,
framundan aðeins bið.

Við kvatt höfum jörðin,
mána og sól
vitum vart hvar við höldum næstu jól.

Ein, fulltrúar mannkynsins,
í alheimi, geimskipi.
Ferðumst áfram hlið við hlið,
að lífi´ í geimnum leitum við.

Jörð, vertu sæl fagra jörð
örlög þín voru hörð
eyðingin mannanna gjörð.
Við, í geimskipi hlið við hlið
framundan aðeins bið.
Er líf útí geimnum spyrjum við?