Hverfandi þrá

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Valgeir Skagfjörð

Ég stend niðri á strönd og stari,
út yfir stjörnulýstan himinn
tómlegum augum.
Ég vona að ég bráðum fari
burtu með straumnum út í heiminn,
burtu frá þér.
Ó, hvílík þrá.

Ég þráði að vera með þér,
þú varst sú eina sem ég unni, af öllu hjarta.
Hvers vegna komstu ei með mér
út í heim að bergja á lífsins brunni
ástin mín bjarta.

Þú hverfandi þrá, ó, brást mér þá.

Ég vil vera glaður, vil vera frjáls,
síðan þú fórst í burtu mér frá.

Hverfandi þrá nú fari,
til gleymskunnar vits og komi aldrei,
aftur til baka.
Ég stend niðri á strönd og stari,
út yfir tunglskinsbjarta nótt, hugsa og dreymi.

Þú hverfandi þrá
ó, brást mér þá.