Hjartalag

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Hjálmar Jónsson

Það bærist alltaf í brjósti hljótt,
það ber þér lífsvökvann dag og nótt.
Á öllum stundum með traustan takt,
það tekur slögin á ævivakt.

Og hindrun ýmsa á æviferð
það yfirstígur með sinni gerð.
En mynd þíns hjarta er mildin sterk
og máttur þess lífsins kraftaverk.

Í huga þínum er hjartans mál
það heila´ og fagra í þinni sál.
Jafnt ástin ljúfa sem hugsjón há
er hjarta bundin og Guði frá.