Hiti og þungi

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Hrafn Gunnlaugsson

Þótt þú farir burt frá mér
ferðast hugur minn með þér
þegar ég er orðin ein
er ég skuggi´ af sjálfri mér

Utangátta aðeins hálf
ég er naumast ég sjálf
en nú ertu aftur hér
og ég verð meiri en ég er

Með þér meiri en ég er
með þér meiri en ég er