Heimskringla

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Þórarinn Eldjárn

Heimskringla var heimsk og ringluð kind
sem hélt hún væri önd og síst nein rolla.
Hún endaði sem algjör hryggðar mynd
ein og blaut við tjarnir vötn og polla.

Hún sagði bara BRA en aldrei ME
og brauð hún vildi en hvorki mjólk né töðu.
Svona er það sem skandalarnir ske:
Hún skildi hvorki hlutverk sitt né stöðu.

Ef fundið var að því fór hún strax í vörn
og fullyrt er að hún sé enn á sveimi
og sé að reyna að synda niðri á Tjörn
sem er stærsta brauðsúpa í heimi.