Hans og Gréta

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Jóhann Helgason

Það voru´ einu sinni systkyn
sem að bjuggu upp í sveit
þau áttu lítinn hest og litla geit
þau voru eins og gengur
ósköp yndisleg og góð
og af úti veru sælleg bæði´ og rjóð.

Og pabbi þeirra´ og mamma
áttu lítið hænsnabú
stóra kindahjörð og þrifalega kú
og börnin fengu´ að mjólka hana
alltaf af og til
þeim fannst svo afar gott að vera til.

Þau þekktu litla stúlku
sem að bjó á næsta bæ
hún hét Stína og var átta ára mær
hún kom oft í heimsókn
og þau léku saman dátt
það var gaman það var samlyndi og sátt.

Og börnin gengu´ í prjónabuxum
börnin gengu´ í gúmmí skóm
og mamma þeirra gaf þeim góðan mat
já, börnin gengu´ í prjónabuxum
börnin gengu´ í gúmmískóm
og mamma þeirra gaf þeim fisk á fat.

Brátt börnin uxu´ úr grasi
og þau fluttu sveitinni´ úr
og þau fóru strax að búa borginni´ í
Hans hann – fékk sér konu
og hún Gréta fékk sér mann
en hún Stína hefur ei ennþá fundið svann.

Og börnin gengu´ í prjónabuxum…