Hann

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Jóhann Helgason/Valtýr Þórðarson

Hann boðar ást
færir frið
gefur gleði
sérhvert sinn
hann birtist mér í draumi
hverja nótt.

Þeir segja að hann
fari´ um fjöll
gangi´ á vatni
lækni mein
ég vildi´ þú gætir séð hann
eins og ég.

Hann færði mér ást
veitti mér líf
gaf hluta´ af sjálfum sér
í svefni sem vöku
í hjarta mínu býr.

Hvíslaðu´ að mér
seg mér hvort
ljósið muni
skína´ á mig
ég bíð í skugga nætur
eftir þér.

Köld vetrarkvöld
er dvel ég einn
og hann kemur
inn til mín
ég vildi´ þú gætir séð hann
eins og ég.

Hann færði mér ást…