Gróðurþel

Songwriter: Magnús Þór Sigmundsson

Lyricist: H.V./M.Þ.S.

Græna fingur gróðurþel
góðleg augu
þýðan róm
frjó er mold
gróður jarðar gróðurþel
hlúir að
gætir vel
gróður gróðurþel

Talar máli blóma og runna
jurtaríkið allt hann elskar
gróðurþel í grænum klæðum
mætust honum moldin er
gróa grös í mó
gróa grös í mó

Grræðifingur gróðurþel
aldrei slítur
upp með rót
vinahót
ætíð þegar jurt er veik
gróðurþel
fer á kreik
gróður gróðurþel

hann fær grösin til að gróa
upp til heiða út í móa
rofabörð á blásnum söndum
gera vill að gróðurlöndum
gróa grös í mó
gróa grös í mó

Með bogið bak
og hárið hvítt
blik í augum
brosir blítt gróðurþel
gróðri jarðar
gróðurþel
hlúir að gætir vel
gróður gróðurþel