Gleðileg jól

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Jóhann Helgason/Guðrún Einarsdóttir

Jólabarn
þetta´ eru jólin þín
skreytt og tendrað jólatré
í stofu stendur

Ljósadýrð
í litlum augum skín
ljósin loga allt um kring
á grænum greinum
gul og rauð og blá
litlu jólabarni hjá

::Gleðileg jól::

Jóla barn
litla jólabarn
lífið bíður eftir þér
og kallar á þig

Jólabarn
blíða jólabarn
sofðu rótt á jólanótt
þá englar syngja´
og vaka yfir þér
vernda þig og gefa þér

::Gleðileg jól::