Ef lífið myndi lofa að vera vinur þinn
ástin myndi boða að bjóða faðminn sinn
vonin myndi vona að leiðin yrði greið
ljósið myndi lofa að lýsa´ á þinni leið.
Úúú getur tíminn læknað sár…
Eilífðin er eilíf hún býr í þinni sál
við vitum öll svo lítið um lífsins leyndarmál
nóttin getur sefað sár sem enginn sér
og sólin þerrað tár hjá þér og mér.
Úúú getur tíminn læknað sár…
Vonin hefur vængi og ástin veitir skjól
lífið hefur tilgang í tímans ólgusjó
nóttin getur sefað sár sem enginn sér
og sólin þerrað tár hjá þér og mér