Fyrstu sporin

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Kristján frá Djúpalæk

Gaman litli, stíg við stokkinn.
Standa einn, já gott hjá þér.
Ég skil vandann: Jörðin hreyfist,
jafnvæginu halda ber.

Gagn er fyrst að ganga meðfram.
Gott og vel, þú enn ert seinn.
Detti barn skal brölt á fætur.
Bráðum ferðu að ganga einn.

Trítla gólf á tveimur fótum,
tinda klífa, skrefa hjarn.
Það er manna mesti sigur.
Misstíg þig samt ekki, barn.