Fyrsta ástin

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Jón Sigurðsson

Manstu það þegar við hittumst fyrst
bak við sólgullin sæ.
Enginn sá okkur þá, ég veit það.

Aldan kvað okkur ljóð um þau lönd
bak við sólgullin sæ.
Þar sem við gætum átt okkar stað.

Ég sá þig fyrst
hvar þú stóðst og þú starðir út á sæinn,
og ég hélt fyrst að þú vissir ekki af mér.

Ást, þetta var ást, þetta var ást
þetta var fyrsta ástin okkar.
Ást, þetta var ást, þetta var ást
þetta var fyrsta ástin sem ég fann.

Ég sá þig, þó ég léti eins og barn
því ég feiminn var þá.
Hjartað sló hratt og ótt, ég man það.

Ætti ég ef til vill ekkert orð
til að segja þig við.
Myndi ég eins og flón, hlaupa heim?

Ég sá það vel,
hvað þér leið, svo ég kallaði til þín
og þú komst undir eins en þú sagðir ekki neitt.

Ást, þetta var ást…

Seinna fór feimnin af, og við tvö
áttum dýrðlegan dag.
Þú varst ung eins og ég,
ég sá það.

Aldan söng okkur ljóð, og ég fann
hvað hún hvíslaði að mér:
Hún er þín, þig á hún ef þú vilt.

Ég sá það sjálf,
sá það vel, hvað þú hugsaðir
og ég var þín, þú varst minn
eftir þetta sumarkvöld.

Ást, þetta var ást…