Fyrir þína ást

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Þorsteinn Eggertsson

Fyrir þína´ ást
Glaður gæfi ég upp allt
og trúa því þú skalt,
af því þú ert mér þess virði.

Fyrir þína´ ást
ég gerði hvað sem er.
Á móti heilum her
ég hiklaust treysti mér.

Þú skalt fá allt það besta sem að boðið get ég þér
og helst ég aldrei fer
þér frá,
ef viltu mig þér hjá.

Þó um heiminn við ferðumst,
eða dreifbýlingar gerðumst,
eða hvað.
Engra spurninga ég spyrði.

Því þín ást
gerbreytti hverjum stað;
gerði lífið fullkomnað.
Já, ég er viss um það.

Þú skalt fá
allt það besta…

Ástin mín –
við elskum hvort annað
og það er ekki til neitt afl
í öllum heiminum,
sem er sterkara en ástin.

Ég er hamingjusamasti maður jarðarinnar
meðan ég á þig
og þú átt mig.

Þú skalt fá
allt það besta…
Ég vera vil þér hjá.