Nú vil ég finna frið
og frelsi þér við hlið.
Nú finn ég ást og yl
ég elska að vera til.
Þú birtist mér einsog blóm,
bjarmi við helgidóm,
í hjarta ég fögnuð finn.
Við vitum að ástin er það skjól,
hin eilífa, fagra sól
sem orkunni hleypir inn.
Nú vil ég finna frið
og frelsi þér við hlið.
Nú finn ég ást og yl.
ég elska að vera til.
Er fuglar fljúga hátt
fara í rétta átt
þá fegurðin fær að sjást.
Við vitum að lífið það er sem ljóð,
ljósið er okkar glóð,
einlægni, von og ást.