Flugvél

Songwriter: Gunnar Þórðarson

Lyricist: Toby Herman

Flugvél flytur mig á burt
ég gat ekki spurt
muntu mín sakna
ferð minni fagna
skýin hylja sjó og land
sjó og land

Hvert sinn er ég fer frá þér
man ég lítil augnablik með þér
hvert sinn er ég fer frá þér
tíminn stendur kyrr
hvert sem ég fer
snertir mig já meir og meir
hvert sinn sem ég flýg frá þér

Geislablik á silfurvæng
þú á skýjasæng
er sem ég sjái
er sem ég nái
til þín, til þín ástin mín
nái til þín

Hvert sinn er ég fer frá þér…

Draumar okkar rætast brátt
en í dag þú mátt
sakna mín vina
hugsa´ um mig vina
ég kem aftur heim til þín
aftur til þín

Hvert sinn er ég fer frá þér…