Ferðast með vindi

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Kristján frá Djúpalæk

Enginn veit hvert vindur fer
á vængjum sínum breiðum.
Fýsi þig í ferðalag
um far með honum bið.
Voga nokkru verður þó.
Á villimannaleiðum
til er að hann týni þér
hvar trumbur kveða við.

Dans þar stíga stoltir menn
í stjörnuskini björtu,
kringum bál er bjarma slær
á blaðrík skógartré.
Hiklaust skal í hóp þann slást.
Þeim hvítu, gulu og svörtu
kært er líf við leik og störf
þó litarmunur sé.

Enginn veit hvert vindur fer
en vinarhugsun senda
börnum skal, hvar búa þau
ei ber oss um að fást.
Heitum að í höfnum þar
sem hugarskip vor lenda:
Farmur þeirra friður sé
og flekklaus bróðurást.