Eyvindur og Halla

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Jóhann Helgason

Endur fyrir löngu í íslands dölum
áttu hæli útilegumenn
þau voru ein af þeim
sem höfðu aldrei fundið frið
þau hjúin Halla og Fjalla Eyvindur.

Eftirlýst og þungum borin sökum
háðu stríð við bændur og sýslumenn
þau voru ein af þeim
sem höfðu aldrei fundið ftið
þau hjúin Halla og Fjalla Eyvindur.

Á meðan fólkið svaf á bæjunum í kring
þau kveiktu bál og lýstu ´upp svörð
stálu sauðfé
hleyptu hestunum á skeið
Halla og Fjalla Eyvindur.

Sólin er að síga á bak við fjöllin
þau leita sér að nýjum næturstað
það er hvergi næði fyrir útilegumenn
það kenndu Halla og Fjalla Eyvindur.