Enginn tími

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Jóhann Helgason

Ef þú gætir glætt mína ást
flygi´ ég til þín
ef ég gæti bætt það sem brást
biðir þú mín?

Allt sem að ég átti með þér
von mín og trú
tími sem að lifði með mér
hvar er hann nú?

Enginn tími til að lifa
enginn tími til að deyja
naumur tími til að elska
enginn tími til að finna til
enginn tími til.

Heimurinn hann er hála gler
haltu þér fast
enginn getur tryggt það sem er
lánið er valt.

Enginn getur heimtað það sem var
né breytt því sem mun verða
stundum stendur tíminn í stað
hvar er hann nú?

Enginn tími til að lifa…

Enginn tími til að tjá
þér hug minn allan/ást mína´ alla
enginn tími til að spá
í það sem helst ég vil
enginn tími til.