Ég vildi

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Kristján frá Djúpalæk

Eg vildi vera blómið, sem þú bregður þér í hár,
og blær, sem við þig hjalar.
Eg vildi vera óðurinn, sem ómar þér í hug,
og orðin, sem þú talar.

Eg vildi vera myrkrið, sem lykur um þitt land,
er líða á kvöldið tekur.
Eg vildi vera grasið, sem grær við þínar dyr,
og geislinn, sem þig vekur.

Eg vildi vera djásnið, sem þú dregur þér á hönd,
og draumur þinn um nætur.
Eg vildi vera tréð, sem þú tínir berin af,
og tárin sem þú grætur.