Ég veit að þú vakir
Songwriter: Jóhann Helgason
Lyricist: Kristján Hreinsson
Er sit ég ein með sjálfum mér
og ég syrgi það sem miður fer
þá er gott að vita að alltaf er
hérna innra með mér mynd af þér.
Þessi mynd sem ég í brjósti ber
hún er birtan sem þú gefur mér,
þegar hugur minn á flugi fer
þá ég finn að ég á skjól hjá þér.
Leiðin til þín er löng eins og tíminn
sem líður um hugann og kveður og fer.
En ég veit að þú vakir
ég vil vera þér hjá,
já, ég veit að þú vakir,
von mín og þrá.
Ég vil hafa þig hjá mér,
finna hjarta þitt slá.
Já, ég veit að þú vakir,
von mín og þrá.
Og úr mínum huga myrkrið flýr
þegar myndin þín þar verður skýr
og ég finn að hjá þér birtan býr
þegar brosir til mín dagur nýr.
Þessi mynd sem ég í brjósti ber
hún er birtan sem þú gefur mér,
þegar hugur minn á flugi fer
þá ég finn að ég á skjól hjá þér.
Leiðin til þín…
En ég veit að þú vakir…
Þú munt bara fá það besta af mér,
birtu mína vil ég gefa þér.
Þú munt fá að sjá hvað ástin er
bara ef ég fæ að vera hjá þér.